Mynd
Mynd
Logo
Þórir SF-77 landaði í ríflega 5 tonnum af fallegum humri þ. 13/4. Markar það upphaf humarvertíðar hjá Skinney-Þinganes. Skinney SF-20 hélt til veiða í gær en þessir bátar munu eins og undafnarin ár vera á humarveiðum í allt sumar og fram eftir hausti. Undanfarin ár hafa bátarnir byrjað veiðar á heimamiðum og haldið sig á Lónsdýpi vestur í Meðallandsbugt. Eftir sjómannadag hafa þeir fært sig vestur fyrir land og aðallega stundað veiðar við Eldey og í Jökuldýpi. Humarveiðin tekur oft að glæðast á heimamiðum þegar líða tekur á september og þá halda skipin þangað aftur. Að staðaldri vinna um 50 manns við humarvinnslu hjá Skinney-Þinganes. Frá því að ný vinnslulína Marel var tekin í notkun sumarið 2011 hefur jöfnum höndum verið unnið að því að frysta heilan humar og hala. Þetta tryggir styttri vinnslutíma sem skilar sér í auknum gæðum. Við vinnslu á humri er hver einasti humar flokkaður eftir stærð og gæðum í fjölmarga afurðir en sama dagin er oft verið að vinna 10-20 afurðaflokka. Sífellt er leitast við að nýta hráefni sem best. Sumarið 2015 fara fram tilraunir á því að vinna humarkjöt úr klóm. Ef vel tekst til, bætist við ný og áhugaverð afurð í fjölbreitta flóru félagsins. Ágætar horfur eru á helstu mörkuðum fyrir humarafurðir. Stærsti hlutinn af heilum humri fer til suður Evrópu en vaxandi markaður er í norður hluta álfunnar. Af einstökum löndum er Spánn með stæsta hlutdeild en önnur mikilvæg markaðslönd fyrir heila humarinn eru Frakkland og Japan. Stærsti einstaki markaðurinn fyrir humarhala er Québec hérað í Kanada en innanlandsmarkaður hefur stækkað og styrkst undanfarin ár.
Logo
Mynd
Mynd
lina