Mynd
Mynd
Logo
Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar - Þinganess þeim viðtöku. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að fyrirtækið hafi haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt og sýnt frumkvæði með nýjum verkefnum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda t.d. með rafvæðingu fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess og með tilraun til að framleiða nýja orkugjafa á skip félagsins. Repjuverkefnið er unnið í samstarfi við Samgöngustofu og Mannvit en repjuolíu má nota sem íblöndunarefni á allar olíuvélar og krafturinn er sá sami og í jarðefnaolíu.
Logo
Mynd
Mynd
lina