Mynd
Mynd
Smellið hér til að skoða myndband af komu Steinunnar
Logo
Steinunn SF-10, nýr togbátur í skipastól Skinneyjar-Þinganess, kom til Hafnar á Hornafirði þann 27. nóvember. Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Norgegi. Fjölmenni tók á móti skipinu og á eftir bauðst fólki að koma um borð og skoða hið nýja og glæsilega skip Skinneyjar- Þinganess hf. Steinunn er sjötta skipið er kemur til landsins í 7 skipa raðsmíðaverkefni og er þá eitt skip ókomið til landsins en það er Þinganes sem áætað er að komi til Hornafjarðar 21. desember. Steinunn er 29 metra langt og 12 metra breitt togveiðiskip. Skipstjóri er Erling Erlingsson og yfirvélstjóri Þorgils Snorrason.
Logo
Mynd
Mynd
lina