Mynd
Mynd
Logo
Skinney – Þinganes ræður yfir aflaheimildum úr margvíslegum tegundum en í grundvallaratriðum má skipta aflanum í uppsjávarfisk (síld, loðna og makríll), bolfisk (ýsa, þorskur ufsi og fleiri tegundir) og humar. Öllum afla er landað óunnum og eru vinnslulínur fyrirtækisins sérhæfðar til að vinna úr margvíslegu hráefni. Uppsjávarfiskur er frystur, ýmist flakaður eða heill, en hluti aflans er unninn í mjöl og lýsi. Bolfiskur er unnin í ferskar vörur, frystar og saltaðar. Verðmætasta afurð fyrirtækisins er humarinn. Hann er flokkaður í verðflokka og ræður stærð og útlit humarsins mestu um flokkunina. Á innlendum markaði eru afurðir fyrirtækisins seldar og markaðssettar ýmist undir merkjum Skinneyjar – Þinganess eða Hornafjarðar. Til dæmis er humarinn markaðssettur sem Hornafjarðarhumar. Fyrirtækið á vörumerkið Blumaris, sem notað er á erlendum mörkuðum. Langstærstur hluti afurða fyrirtækisins er seldur úr landi til og eru markaðir dreifðir yfir mörg lönd og heimsálfur. Sölufyrirtækið Iceland Pelagic er í eigu Skinneyjar – Þinganess (50%) og Ísfélagsins í Vestmannaeyjum (50%) og sér um sölu á uppsjávarafurðum fyrir Skinney – Þinganes. Skinney – Þinganes stofnaði árið sölufyrirtækið Blumaris France til að annast viðskipti með humar- og bolfiskafurðir í Frakklandi og á nærliggjandi markaði. Humarsalan ehf, dreifir humri félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Önnur sala á vegum fyrirtækisins fer í gegnum starfsmenn sem staðsettir eru við vinnslur félagsins á Höfn og í Þorlákshöfn.
Logo
Mynd
Mynd