Mynd
Mynd
Logo
SÞ rekur þrjár verksmiðjur: fiskimjölsverksmiðju á Höfn, fjölþætta vinnslu á Höfn fyrir uppsjávarfisk, bolfisk og humar og sérhæfða vinnslu á bolfiski í Þorlákshöfn. Öflug landvinnslu félagsins tryggir að sá fjölbreytti afli sem skip fyrirtækisins bera að landi sé unninn í gæðaafurðir fyrir alþjóðlegan markað. Þrátt fyrir að landvinnsla félagsins byggi á áratuga hefðum og traustum grunni hefur stöðug nýsköpun og tækniþróun tryggt félaginu sess sem leiðandi framleiðandi fjölbreyttra sjávarafurða. Með því að vinna fjölbreyttar og árstíðabundnar afurðir er hægt að halda uppi jafnri starfsemi allt árið um kring, auk þess sem fjölbreytt vinnsla dregur úr rekstraráhættu. Flestar vinnslulínurnar eru sérsmíðaðar fyrir fyrirtækið í nánu samstarfi við leiðandi aðila á því sviði.
Logo
Mynd