Mynd
Mynd
Logo

Áratuga hefð fyrir humarvinnslu hjá félaginu. Þrjú sérhæfð humarveiðiskip sinna veiðum á vertíðinni sem stendur frá vori fram á haust. Allur humarinn er unninn í humarvinnslu félagsins sem endurnýjuð var 2011. Fjölbreyttar afurðir eru unnar úr humri bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Í Krossey er starfrækt öflug bolfiskvinnsla allt árið um kring. Löng hefð er fyrir framleiðslu á saltfiski úr vertíðarfiski sem veiðist við bæjardyrnar frá janúar til apríl. Einnig er annar bolfiskur unnin í ferskar, frosnar og saltaðar afurðir. Á síðustu árum hefur verið unnið ötullega að því marki að fullnýta það hráefni sem skip félagsins veiða. Til að ná því marki fer fram margvísleg vinnsla afurða eins og sundmaga, lunda, svilja, hrogna og fésa. Félagið rekur öfluga uppsjávarvinnslu þar sem unnar eru frosnar afurðir til manneldis úr loðnu, síld og makríl. Afköst í vinnslunni eru allt að 750 tonn á sólarhring. Félagið á 4000 tonna frystigeymslu sem rekin er í tengslum við frystinguna.