Mynd
Mynd
Logo

Núverandi fiskimjölsverksmiðja var reist veturinn 1998–1999. Hún tók við hlutverki eldri verksmiðju sem hafði verið starfrækt á sama stað frá árinu 1970. Þýðing fiskimjölsverksmiðjunnar felst ekki síst í fullvinnslu á hráefni sem fellur til við vinnslu í frystihúsinu. Stöðugt er unnið að endurbótum á búnaði fiskimjölsverksmiðjunnar til að mæta auknum kröfum um framleiðslugæði og mengunarvarnir. Byggt hefur verið nýtt löndunarhús með tilheyrandi búnaði, verkstæðis- og þjónustuhús var endurnýjað og mjöltankar settir upp. Árið 2014 var tekinn í notkun rafkynntur ketill þannig að nú er eingöngu notast við innlenda orkugjafa í verksmiðjunni.